Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Titilbaráttuliðin á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Spænska titilbaráttan er afar spennandi í ár og eiga bæði titilbaráttuliðin heimaleiki á morgun.

Rayo Vallecano spilar við Espanyol í fyrsta leik helgarinnar í kvöld þar sem bæði lið þurfa á sigri að halda, Vallecano í Evrópubaráttunni og Espanyol í fallbaráttunni.

Á morgun, laugardag, eiga svo bæði Real Madrid og Barcelona heimaleiki. Real tekur á móti Valencia áður en Barcelona fær Real Betis í heimsókn.

Bæði lið mega búast við erfiðum heimaleikjum gegn fallbaráttuliði Valencia sem er þó búið að finna fínan takt undir stjórn Carlos Corberán annars vegar og gegn Evrópubaráttuliði Real Betis sem er á blússandi siglingu með sex sigra í röð í deildinni hins vegar.

Ekkert lið er í meira stuði en Betis um þessar mundir, nema Barcelona sem er með níu sigra í röð í deildinni.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Real Sociedad heimsækja sólarborgina Las Palmas í hádegisleiknum á sunnudaginn, áður en Atlético Madrid kíkir til Sevilla í áhugaverðan slag.

Villarreal spilar svo við Athletic Bilbao í spennandi Meistaradeildarslag um kvöldið áður en Leganés mætir Osasuna í síðasta leik helgarinnar, sem verður leikinn á mánudagskvöldið.

Föstudagur
19:00 Vallecano - Espanyol

Laugardagur
12:00 Girona - Alaves
14:15 Real Madrid - Valencia
16:30 Mallorca - Celta
19:00 Barcelona - Betis

Sunnudagur
12:00 Las Palmas - Real Sociedad
14:15 Sevilla - Atletico Madrid
16:30 Valladolid - Getafe
19:00 Villarreal - Athletic

Mánudagur
19:00 Leganes - Osasuna
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 29 21 3 5 82 28 +54 66
2 Real Madrid 29 19 6 4 62 29 +33 63
3 Atletico Madrid 29 16 9 4 47 23 +24 57
4 Athletic 29 14 11 4 46 24 +22 53
5 Villarreal 28 13 8 7 51 39 +12 47
6 Betis 29 13 8 8 40 36 +4 47
7 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
8 Celta 29 11 7 11 42 42 0 40
9 Mallorca 29 11 7 11 28 35 -7 40
10 Real Sociedad 29 11 5 13 27 31 -4 38
11 Getafe 29 9 9 11 26 25 +1 36
12 Sevilla 29 9 9 11 33 39 -6 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Girona 29 9 7 13 37 45 -8 34
15 Espanyol 29 8 8 13 31 40 -9 32
16 Valencia 29 7 10 12 32 46 -14 31
17 Alaves 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 29 6 8 15 33 48 -15 26
20 Valladolid 29 4 4 21 19 65 -46 16
Athugasemdir
banner
banner
banner