Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 00:03
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri flautar Bestu deildina á
Ívar Orri dæmir fyrsta leik Bestu deildarinnar þetta tímabilið.
Ívar Orri dæmir fyrsta leik Bestu deildarinnar þetta tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Opnunarleikur Bestu deildar karla fer fram á laugardagskvöld en beðið er leiksins með mikilli eftirvæntingu.

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar og ljóst að fjölmargir Mosfellingar munu leggja leið sína í Kópavoginn til að sjá sitt lið leika sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu.

KSÍ hefur opinberað dómarateymi leiksins. Ívar Orri Kristjánsson mun dæma leikinn og honum til aðstoðar verða reyndir aðstoðardómarar, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómari 1: Birkir Sigurðarson
Aðstoðardómari 2: Gylfi Már Sigurðsson
Fjórði dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Athugasemdir