Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Erum á réttri braut
Mynd: EPA
Ange Postecoglou svaraði spurningum eftir lokaflautið í 1-0 tapi Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stuðningsmenn Tottenham snérust gegn Postecoglou í síðari hálfleiknum. Chelsea tók fyrst forystuna og svo bauluðu stuðningsmenn á þá ákvörðun hjá Postecoglou að skipta Lucas Bergvall af velli fyrir Pape Matar Sarr.

Sarr setti boltann í netið skömmu síðar og færði Postecoglou hendurnar að eyrunum til að svara baulunum eftir skiptinguna. Markið hjá Sarr var þó að lokum dæmt ógilt vegna brots í aðdragandanum, sem Sarr fékk gult spjald fyrir.

Tottenham er með 34 stig eftir 30 umferðir í ensku úrvalsdeildinni en er þó ekki í fallhættu.

„Þetta er erfitt kvöld. Leikurinn var mjög jafn og við sýndum flottan leik á erfiðum útivelli. Við lögðum mikla vinnu á okkur gegn sterkum andstæðingum en að lokum höfðum við ekkert upp úr krafsinu," sagði Postecoglou.

„Við erum ekki ennþá fullklárað lið en þetta er í fyrsta sinn sem við höfum getað æft saman sem hópur án meiðsla. Við erum á réttri braut. Við vorum ekki nógu beittir sóknarlega en það mun koma með tímanum. Strákarnir eru að komast í almennilegt leikform."

Tottenham er í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og mun setja mikið púður í þá keppni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 30 15 7 8 54 37 +17 52
5 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
6 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
7 Aston Villa 30 13 9 8 44 45 -1 48
8 Brighton 30 12 11 7 48 45 +3 47
9 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
10 Bournemouth 30 12 8 10 49 38 +11 44
11 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
12 Crystal Palace 29 10 10 9 37 34 +3 40
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 30 10 4 16 55 44 +11 34
15 Everton 30 7 13 10 32 37 -5 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 4 8 18 30 63 -33 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner
banner