Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   fös 04. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Evrópubarátta og Manchester-slagurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
31. umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram um helgina en titilbaráttan er nánast búin þar sem Liverpool er með tólf stiga forystu á Arsenal með átta leiki eftir óspilaða.

Fallbaráttan virðist einnig svo gott sem búin þar sem Ipswich Town er níu stigum frá öruggu sæti.

Það er þó hörð barátta í Evrópubaráttunni þar sem sjö lið eru enn í spennandi slag um hin ýmsu Evrópusæti.

Aston Villa og Nottingham Forest mætast í Evrópuslag á morgun, eftir að Arsenal heimsækir lærisveina David Moyes í síðustu viðureign þessara liða á Goodison Park.

Brentford spilar við Chelsea í áhugaverðum Lundúnarslag á sunnudaginn, á sama tíma og Liverpool heimsækir Fulham.

Manchester United spilar svo við Manchester City í stórleik helgarinnar.

Lokaleikur helgarinnar fer fram á mánudagskvöldið þegar Leicester City, sem er tólf stigum frá öruggu sæti, tekur á móti Newcastle sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Laugardagur
11:30 Everton - Arsenal
14:00 Crystal Palace - Brighton
14:00 Ipswich Town - Wolves
14:00 West Ham - Bournemouth
16:30 Aston Villa - Nott. Forest

Sunnudagur
13:00 Brentford - Chelsea
13:00 Fulham - Liverpool
13:00 Tottenham - Southampton
15:30 Man Utd - Man City

Mánudagur
19:00 Leicester - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
5 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
6 Man City 31 15 7 9 57 40 +17 52
7 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 31 12 6 13 51 47 +4 42
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
15 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 31 4 5 22 25 70 -45 17
20 Southampton 31 2 4 25 23 74 -51 10
Athugasemdir