Klæmint Olsen skoraði þrennu í færeysku Betri deildinni í kvöld, þegar lið hans NSÍ Runavík vann 4-1 sigur gegn 07 Vestur.
Klæmint hefur skorað í öllum fjórum umferðunum sem eru búnar og er alls með átta mörk í deildinni.
NSÍ er eitt af þremur liðum sem eru með fullt hús eftir fjórar umferðir, HB og KÍ Klaksvík hafa líka unnið alla leiki sína. NSÍ trónir hinsvegar á toppnum með markatöluna 22-4.
Klæmint hefur skorað í öllum fjórum umferðunum sem eru búnar og er alls með átta mörk í deildinni.
NSÍ er eitt af þremur liðum sem eru með fullt hús eftir fjórar umferðir, HB og KÍ Klaksvík hafa líka unnið alla leiki sína. NSÍ trónir hinsvegar á toppnum með markatöluna 22-4.
Klæmint er 34 ára og hefur allan sinn feril leikið með NSÍ, fyrir utan sumarið 2023 þegar hann var hjá Breiðabliki og skoraði 10 mörk í 24 leikjum fyrir Kópavogsliðið.
Úrslitin hjá NSÍ:
NSÍ - B36 (Klæmint með 2)
Víkingur - NSÍ 0-3 (Klæmint með 1)
NSÍ - B36 11-0 (Klæmint með 2)
NSÍ - 07 Vestur 4-1 (Klæmint með 3)
Athugasemdir