Enzo Fernández skoraði eina mark leiksins og var valinn bestur á vellinum í einkunnagjöf Sky Sports.
Fernández var öflugur á miðjunni er Chelsea hafði betur gegn Tottenham til að endurheimta fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt.
Fimm leikmenn Chelsea fá 7 í einkunn og þrír leikmenn í tapliði Tottenham.
James Maddison, Rodrigo Bentancur, Wilson Odobert og Dominic Solanke voru verstu menn vallarins og fá fimm í einkunn.
Chelsea: Sanchez (6); Gusto (6), Colwill (7), Chalobah (7), Cucurella (6); Caicedo (7), Enzo (8), Palmer (7); Sancho (6), Neto (5), Jackson (7).
Varamenn: Madueke (6), James (6)
Tottenham: Vicario (6); Spence (6), Romero (6), Van de Ven (6), Udogie (7); Bergvall (7), Maddison (5), Bentancur (5); Odobert (5), Solanke (5), Son (6).
Varamenn: Sarr (7), Johnson (6),
Athugasemdir