
Fjarðabyggð tók á móti Kára á gervigrasinu á Norðfirði. Heimamenn voru sterkari allan leikinn og sigldu á endanum heim 4-0 sigri.
„Mætti kannski bæta við sitthvorumegin svona þrem metrum á völlinn. Hafa þetta aðeins breiðara." sagði Brynjar.
„En mér fannst þetta flott, sérstaklega þeir sem komu inn í liðið í dag, við gerðum nokkrar breytingar frá Þórs leiknum, þeir gripu bara tækifærið og gerir náttúrulega helvíti eriftt fyrir karlinn að velja liðið um helgina."
Aðspurður að því hvort að þeir ætli að spila heimaleikina á Norðfirði í sumar sagði Brynjar þetta: „Nei, ég þori ekki að segja neitt orðið maður. Veistu ég held ekki. Nei þetta er ekki leyfilegt í fyrstu deild."
Aðspurður að því hvort að það væri einhver draumamótherji í 16-liða úrslitum sagði Brynjar þetta: „Nei, ekkert þannig bara heimaleikur."
Talandi um að fá FH í bikarnum sagði hann glaður í bragði: „Við getum alveg slegið þá út, það er ekkert mál."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir