Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   þri 03. maí 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Nik Anthony: Við vorum ekkert sérstaklega góðar
Nik Anthony Chamberlain
Nik Anthony Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar R., var ánægður með 4-2 sigurinn á Aftureldingu en þó ekkert alltof sáttur með frammistöðuna er liðin áttust við í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Afturelding

Þróttarar skoruðu fjögur mörk á fyrstu 32 mínútum leiksins en þrátt fyrir öll þessi mörk þá fannst honum vanta eitthvað upp á frammistöðuna.

„Við vorum ekkert sérstaklega góðar í leiknum. Við komumst bara í gegn og þær gerðu mistök í vörninni og við nýttum það. Við komumst 4-0 yfir en byrjun seinni var djöfullegt," sagði Nik við Fótbolta.net.

Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn með því að skora tvö mörk á nokkrum mínútum.

„Ég veit ekki af hverju við sendum boltann á markvörðinn tvisvar, við gerum það aldrei. Þær verða að taka ábyrgð og fatta það að drepa leikinn og ekki gefa þeim von en við gáfum þeim von og gerðum okkur erfitt fyrir."

„Ég sagði við þær í hálfleik að gefa ekki skítamörk á okkur. Ég vil frekar halda þetta út og ekki gefa þeim von. Eftir tvær mínútur er staðan 4-1 og tveimur mínútum síðar er 4-2, Allt í einu var þetta orðið að baráttu sem átti aldrei að verða."

Hann er þó nokkuð ánægður með byrjun tímabilsins og þungu fargi létt eftir að ná í fyrsta sigurinn snemma móts.

„Leikurinn gegn Val var góður en við náðum bara ekki að skapa okkur neitt fram á við. Þetta var ekkert sérstakt í dag en við erum stundum svolítið stressaðar heima en það er gott að fá sigur snemma móts því það tekur okkur oft fjóra eða fimm leiki að gera það, þannig þetta var gott," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir