Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
„100 prósent líkur á að ég geti sannfært Klopp um að taka við bandaríska landsliðinu“
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Tim Howard, fyrrum markvörður Manchester United og bandaríska landsliðsins, segist hundrað prósent viss um að hann geti sannfært Jürgen Klopp um að taka við landsliðinu.

Bandaríska landsliðið er úr leik á Copa America eftir arfaslakt gengi og er kallað eftir því að Gregg Berhalter verði látinn taka poka sinn.

Margir hafa verið orðaðir við stöðuna og þar á meðal Klopp, sem yfirgaf Liverpool á dögunum.

Klopp ætlar að taka sér að minnsta kosti eins árs hlé en Howard, sem lék með United og Everton í ensku úrvalsdeildinni, telur að hann geti sannfært Klopp um að hætta við fríið.

„Ég veit að Klopp hefur bara verið frá leiknum í nokkrar vikur og veit líka að hann vill taka sér hlé, en ef við myndum setjast niður í glæsihúsi hans á Spáni þá ér ég viss um að ég geti sannfært hann um að koma hingað.“

„Það er alveg 100 prósent. Peningurinn er klárlega til staðar þannig kynningin væri einföld. Hann er með ungan hóp af leikmönnum sem geta spilað framsækinn fótbolta, alveg eins og hann gerði með Liverpool. Eftir tvö ár getur hann síðan farið á stærsta HM í sögunni,“
sagði Howard á Daily Mail.
Athugasemdir
banner