Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Chelsea til Real Madrid (Staðfest)
Melanie Leupolz í leik með þýska landsliðinu
Melanie Leupolz í leik með þýska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Þýska landsliðskonan Melanie Leupolz hefur yfirgefið Chelsea og samið við spænska félagið Real Madrid. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Chelsea í dag.

Miðjumaðurinn eyddi fjórum árum hjá Chelsea þar sem hún vann deildina öll árin sín hjá félaginu ásamt því að vinna enska bikarinn þrisvar.

Á fyrsta tímabili hennar komst hún í úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið laut í lægra haldi fyrir Barcelona.

Chelsea hefur nú staðfest að hún hafi yfirgefið félagið til að ganga í raðir Real Madrid á Spáni.

Leupolz var í þýska landsliðinu sem vann Evrópumótið árið 2013 og síðan Ólympíuleikana þremur árum síðar.




Athugasemdir
banner
banner