Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðsmaður Belgíu fer til Sádi-Arabíu
Arthur Theate í leik með belgíska landsliðinu
Arthur Theate í leik með belgíska landsliðinu
Mynd: EPA
Belgíski landsliðsmaðurinn Arthur Theate er á leið til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á X í kvöld.

Theate, sem er aðeins 24 ára gamall, hefur verið að heilla með Rennes í frönsku deildinni en áður var hann á mála hjá Bologna í Seríu A.

Varnarmaðurinn, sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður, spilaði þrjá leiki fyrir Belgíu á Evrópumótinu í Þýskalandi, en hann var orðaður við bæði Liverpool og Leipzig á síðasta ári.

Í sumar hefur West Ham verið áhugasamt en hann hefur ákveðið að halda til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Stefano Pioli, fyrrum þjálfari AC Milan, er að taka við Al-Ittihad en það var hann sem sannfærði Theate um að koma.

Al-Ittihad greiðir Rennes 18 milljónir evra og fer hann í læknisskoðun hjá félaginu á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner