Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Pedri: Vona að Nico komi til Barcelona
Nico Williams
Nico Williams
Mynd: EPA
Nico Williams, leikmaður Athletic Bilbao á Spáni, er líklega á förum frá félaginu í sumar eftir góða frammistöðu með Athletic og spænska landsliðinu.

Vinstri vængmaðurinn er 21 árs gamall og kemur úr akademíu Athletic.

Hann er yngri bróðir Inaki, sem hefur verið einn af bestu mönnum spænsku deildarinnar síðustu ár.

Arsenal, Chelsea og Liverpool eru meðal þeirra félaga sem horfa til Nico í þessum glugga en hann er með 47 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum og er talið nánast öruggt að eitthvað félag muni virkja það ákvæði.

Barcelona er einnig í baráttunni og vill Pedri, liðsfélagi Nico í landsliðinu, fá hann til félagsins.

„Nico Williams yrðu frábær kaup fyrir okkur í Barcelona. Það væri ótrúlegt. Hann er leikmaður sem hefur þegar sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa og vonandi kemur hann til okkar,“ sagði Pedri við Mundo Deportivo.

Talið er að Nico sé spenntastur fyrir þeirri hugmynd að spila fyrir Barcelona, en óvíst er hvort félagið hafi efni á því að kaupa hann frá Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner