Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Sjóðandi heitur Djuric kom Víkingum í forystu - „Cody Gakpo afgreiðsla“
Danijel Dejan Djuric fagnar markinu í kvöld
Danijel Dejan Djuric fagnar markinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar Víkings eru að vinna Stjörnuna, 1-0, í hálfleik í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.

Djuric hefur verið í hörkuformi síðustu daga og vikur. Hann skoraði tvö mörk í 8-liða úrslitunum gegn Fylki og var þá á skotskónum gegn Fram í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Hann átti þá þrjár stoðsendingar í 4-0 sigri Víkings á Stjörnunni í deildinni í síðasta mánuði.

Víkingurinn heldur áfram að heilla en hann skoraði eina mark Víkings gegn Stjörnunni í fyrri hálfleiknum í kvöld.

Á 42. mínútu fékk hann boltann í teignum, tók nokkrar fintur áður en hann setti boltann á milli fóta hjá Mathias Rosenörn í markinu. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

„Þetta var svona Cody Gakpo afgreiðsla,“ sagði Hörður Magnússon á RÚV í hálfleik. Þar vitnaði hann í frammistöðu hollenska framherjans á Evrópumótinu en hann er markahæstur með þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner