Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Southampton kaupir varnarmann úr C-deildinni (Staðfest)
Mynd: Southampton
Nýliðar Southampton hafa gengið frá kaupum á enska varnarmanninum Ronnie Edwards en hann kemur til félagsins frá C-deildarliði Peterborough.

Edwards, sem er 21 árs gamall miðvörður, lék 45 leiki með Peterborough á síðasta tímabili og var lykilmaður er liðið vann EFL-bikarinn.

Varnarmaðurinn var fyrirliði U20 ára landsliðs Englands frá 2022 til 2024 en hefur nú tekið stökkið upp í ensku úrvalsdeildina.

Southampton gekk í dag frá kaupum á Edwards fyrir 4 milljónir punda og er samningur hans til fjögurra ára.

„Ég er í skýjunum með að vera kominn hingað. Þetta er risastórt félag og get ég ekki beðið eftir að koma mér af stað. Þeir áttu ótrúlegt tímabil og virðist stjórinn vera með magnaðan hóp af elikmönnum. Maður sér þessa samheldni og passar þessi leikstíll mér best

„Ég er spenntur að komast af stað. Þetta er draumur allra, þannig auðvitað verð ég að vera spenntur og tilhlökkunin augljóslega mikil,“
sagði Edwards.


Athugasemdir
banner
banner