„Auðvitað bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, frábær frammistaða, öruggur sigur og síst of stór." sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir öruggan 4-0 sigur á Selfoss í Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Selfoss
„Mikilvægast í þessu var að byrja leikinn vel og byrjar sterkt og við komum okkur snemmaí góða stöðu og svo þróaðist leikurinn bara þannig að mörkin hefðu geta verið miklu fleiri en 4-0 sigur ég er bara hrikalega ánægður og stolltur af stelpunun."
„Það var lítið tempó í þessu í síðari hálfleik, rólegt yfir leiknum, mikið af stoppum. Við fengum arigróa af færum og mér fannst nú einn vera inni þarna, sláin virkaði inn en hérna kannski ekki. Mér fannst við eiga fá víti og fannst Selfyssingarnir komast upp með full gróf brot á köflum þegar líða fór á leikinn og það setur svona leiðindarbrag á leikinn þegar líða fór á hann en að öðru leyti frábært spil hjá mínu liði og áttum að setja fleiri mörk."
Leikið er þétt um þessar mundir í Bestu deild kvenna en næsta umferð verður spiluð strax eftir helgi eða á mánudag og þriðjudag og það stefnir í rólega Verslunarmannahelgi hjá Blikum.
„Það verður endurheimtar Verslunarmannahelgi"
„Stelpurnar þurfa að hugsa vel um sig og safna kröftum." sagði Ási að lokum