
Japanski varnarmaðurinn Yuta Nakayama hjá Huddersfield var valinn í japanska HM hópinn sem tilkynntur var í morgun en þurfti svo seinna um daginn að draga sig úr hópnum.
Þessi 25 ára leikmaður meiddist í 2-0 tapi Huddersfield gegn Sunderland í gær og var borinn af velli á börum.
Þessi 25 ára leikmaður meiddist í 2-0 tapi Huddersfield gegn Sunderland í gær og var borinn af velli á börum.
„Það er mikið högg að missa Yuta svona út. Við munum sýna honum stuðning hvert einasta skref í endurhæfingu hans. Hann er ótrúlegur karaktet og vinnusemir hann er til fyrirmyndar. Hann mun snúa aftur eins fljótlega og hægt er," segir Mark Fotheringham, stjóri Huddersfield sem situr í neðsta sæti Championship-deildarinnar.
Fyrsti leikur Japans á HM í Katar verður gegn Þýskalandi 23. nóvember en auk þeirra eru Spánn og Kosta Ríka í E-riðli mótsins.
Athugasemdir