
Íslenska kvennalandsliðið mætti Austurríki á Laugardalsvelli í undankeppni EM núna í kvöld.
Íslenska liðið gat með sigri farið langleiðina með að tryggja sig inn á Evrópumeistaramótið og eftir sigurinn í kvöld er þetta núna í okkar höndum.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Austurríki
„Þetta eru gríðarlega stór þrjú stig í dag. Þetta gefur okkur innbyrðist hag ef það kemur til að við verðum með jafn mörg stig. Það var markmiðið okkar fyrir þennan glugga og við náðum því í dag." Sagði fyrirliðinn okkar Glódís Perla Viggósdóttir.
Eftir sigurinn í kvöld eru örlög Íslenska liðsins núna í okkar höndum.
„Það er auðvitað það sem maður vill. Það er langbesta tilfinningin að þurfa ekki að treysta á neinn annan og vera með þetta í eigin höndum. Við erum ótrúlega sáttar með þetta verkefni sem heild og sérstaklega daginn í dag að hafa náð að klára þetta svona sætt."
Íslenska liðið var stórhættulegt í föstum leikatriðum og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum.
„Við spiluðum klókt upp á það í dag fannst mér. Mér fannst þær sem að voru frammi vera að spila upp á það að fá horn, fá innköst og fá þessa hluti sem að er erfitt að verjast í svona miklum vindi og það var að gefa okkur. Óheppni að Karó hafi ekki skorað beint úr hornspyrnu í dag og Hildur átti líka að fá víti þarna eftir horn eða innkast þannig þetta var alltaf að skapa vandræði."
Íslenska liðið getur tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í næsta landsliðsglugga en við fáum Þýskaland í heimsókn í þeim glugga og væri Glódís Perla alveg til í að sjá fullan Laugardalsvöll.
„Mér finnst við sem þjóð hafa þetta með okkur hvað við erum náin, hvað við styðjum hvort annað vel og það hefur verið fín mæting í langan tíma en það er rosalega langt síðan við fylltum Laugardalsvöll og ég held að við höfum gert það síðast á móti Þýskalandi 2018 eða 19. Það væri ótrúlega gaman af að við sem þjóð gætum sameinast um það að fylla völlinn og gera þetta að alvöru partýi."
Nánar er rætt við Glódís Perlu Viggósdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |