Leikmaður í ensku úrvalsdeildinn var handtekinn í dag grunaður um nauðgun en Athletic greinir frá þessu í dag.
Umræddur leikmaður er sagður 29 ára gamall en hann var handtekinn að heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum
Kona á þrítugsaldri tilkynnti nauðgunina til lögreglu og segir atvikið hafa átt sér stað í síðasta mánuði.
Lögreglan í Lundúnum hefur sent frá sér tilkynningu en þar kemur fram að maðurinn sé 29 ára gamall.
Enskir miðlar hafa greint frá því að hann er þekktur landsliðsmaður sem á að fara á HM í Katar síðar á þessu ári.
Maðurinn er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður vegna málsins.
Mörg lið í úrvalsdeildinni ferðast í kringum undirbúningstímabilið en ekki er ljóst hvort að umræddur maður fái að ferðast á meðan rannsókn málsins er í gangi.
Athugasemdir