Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. nóvember 2022 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Ingi segist ekki vera á heimleið - Verið orðaður við KA, KR og Val
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason segist ekki vera á heimleið frá Vålerenga þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Brynjar Ingi var í slúðurpakkanum fyrir stuttu orðaður Við KA, KR og Val í Bestu deildinni.

Brynjar Ingi fór út í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með KA og íslenska landsliðinu. Það hefur gengið erfiðlega hjá honum í atvinnumennsku, fyrst hjá Lecce á Ítalíu og svo hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann er núna. Hann er meira búinn að spila með varaliði Vålerenga en aðalliðinu upp á síðkastið.

En í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki vera á heimleið.

„Ég er ekki á leiðinni heim til Íslands. Það er engin uppgjöf í mér," segir Brynjar Ingi og bætir við að framhaldið líti nokkuð vel út hjá sér í Noregi.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var á dögunum spurður út í Brynjar Inga. „Nei ég hef ekki heyrt í honum og held að við höfum ekki heyrt í honum. Hann hefur ekkert við það að gera að koma sér heim. Hann á að vera í útlöndum og búa sér til feril þar," sagði Rúnar.

Sjá einnig:
Brynjar Ingi gengið í gegnum erfiða tíma: Tók á andlega
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner