Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Verður Pique forseti Barcelona í framtíðinni?
Gerard Pique er 35 ára.
Gerard Pique er 35 ára.
Mynd: Getty Images
Í gær tilkynnti Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, að hann leggur skóna á hilluna á miðju tímabili, eftir leik Börsunga um helgina.

Pique vann allt sem hægt var að vinna hjá Barcelona og á Spáni hefur verið talað um hann sem mögulegan framtíðarforseta félagsins.

„Ég mun snúa aftur!" segir Pique í myndbandinu þar sem hann tilkynnir að ferli sínum sé að ljúka. Margir túlka þetta sem vísbendingu um að hann íhugi að fara í forsetaframboð hjá félaginu í framtíðinni.

Núverandi forseti Barcelona, Joan Laporta, tjáði sig um Pique á sjónvarpsstöð Barcelona.

„Pique er hluti af merki Barcelona, hann hefur afrekað allt sem hægt er að gera hjá félaginu. Það hefur verið sannur heiður að hafa hann sem leikmann Barca," sagði Laporta.

Hann hefur aðeins leikið 9 leiki á leiktíðinni og þar af fimm í byrjunarliðinu. Spænskir fjölmiðlar hafa mikið talað um að hans tími sé liðinn og það hefur vafalítið átt sinn þátt í að hann lagði skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner