Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 05. nóvember 2022 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adam Árni yfirgefur Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík hefur staðfest að Adam Árni Róbertsson hafi yfirgefið félagið.


Adam Árni Róbertsson er framherji sem skoraði fimm mörk í 21 leik í sumar. Hann var mikið í því að koma inn af bekknum og spilaði í heildina rúmlega 800 mínútur.

Samningurinn hans rann út og hann vildi leita annað. Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að Vestri hafi boðið honum samning og þá hafi Grindavík og Njarðvík áhuga á honum.

„Leikmanninum er óskað alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur og vonum við innilega að hann muni mæta aftur í Keflavíkurtreyjuna í náinni framtíð." segir í tilkynningu Keflavíkur.

Sjá einnig:
Adam Árni fundað með nokkrum félögum - Vestri boðið honum samning


Athugasemdir
banner
banner
banner