Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 06. mars 2022 19:07
Brynjar Ingi Erluson
„Fimm eða sex leikmenn þarna sem eiga aldrei aftur að spila fyrir Man Utd"
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
United átti arfaslakan seinni hálfleik gegn City
United átti arfaslakan seinni hálfleik gegn City
Mynd: EPA
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, urðaði yfir sitt gamla félag eftir 4-1 tapið gegn Manchester City á Etihad í dag.

Eftir ágætis frammistöðu í fyrri hálfleiknum þá var Man City samt sem áður 2-1 yfir.

Í þeim síðari gekk City á lagið og bætti við tveimur mörkum en þau hefðu hæglega getað verið fleiri.

Keane skilur ekkert í leikmönnum liðsins og segir að þetta sé blákaldur raunveruleikinn að United á ekkert erindi í að berjast við stóru liðin.

„Þú verður að hlaupa til baka og verður að tækla. Leikmenn United hafa sýnt gæði í gegnum árin en við höfum séð spegilmynd af því hvar liðið er og á hvaða stað þetta félag er í augnablikinu."

„Þeir eru langt á eftir öðrum liðum. Þú heyrir endalaust af því sem er að gerast í búningsklefanum þegar Rangnick kom inn en þitt eigið stolt hlýtur að sýna sig á endanum."

„Það voru fimm eða sex leikmenn þarna sem eiga aldrei að spila aftur fyrir Manchester United. Þetta var skammarlegt. City er frábært lið og þess vegna eru þeir meistarar. Maður vonaðist eftir því að varamennirnir sem komu inn myndu hafa áhrif en þeir eru ekki tilbúnir í að hlaupa um. Þetta eru bara nokkrir strákar á miðjunni. Wan Bissaka, Fred, Maguire, Rashford. Ég gæti haldið áfram."

„City þurfti ekki að spila sinn besta leik. Þeir áttu nokkra gíra eftir og léku sér að þeim alveg eins og þeir gerðu á Old Trafford. Þetta voru menn að spila gegn strákum eins og sagt er. Þeir gáfust upp og ættu að skammast sín,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner