U18 lið Manchester United fór illa með kollega sína í Leeds núna um liðna helgi.
Victor Musa skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur en það var bara byrjunin á martröðinni fyrir leikmenn Leeds.
Victor Musa skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur en það var bara byrjunin á martröðinni fyrir leikmenn Leeds.
Musa var búinn að skora þrennu eftir 13 mínútur og þá var hann kominn með fimm mörk eftir 25 mínútur. Hann var nánast hættur að fagna þegar hann gerði fimmta markið sitt.
Þessi 18 ára gamli leikmaður endaði á því að skora sex mörk í fyrri hálfleiknum og lét hann sér það nægja.
Staðan í hálfleik var 9-0 og endaði leikurinn með ótrúlegum 13-1 sigri United. Leikmenn Leeds áttu ekki mikinn möguleika.
Athugasemdir