Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, er kominn til baka úr meiðslum en hann var frá í 101 dag. Saka segir að það hafi verið „gott andlega“ að taka sér smá hlé frá boltanum.
„Upphaflega var mjög erfitt að komast að því að ég yrði þetta lengi frá og þyrfti aðgerð. En þegar henni var lokið var ég einbeittur að því að koma sterkur til baka," segir Saka.
„Andlega held ég að þetta hlé hafi gert mér gott. Síðustu fimm ár hef ég verið að spila leik eftir leik svo þetta var fyrsta alvöru hléið sem ég fékk í langan tíma."
„Það er mjög gott að vera kominn til baka og andlega finnst mér ég vera mjög ferskur."
Á morgun er fyrri leikur Arsenal og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir