Spænska félagið Girona er að spila í fyrsta sinn í sögunni í Meistaradeild Evrópu, en það er alveg óhætt að segja að frumraun þeirra fer ekki vel af stað.
Girona hefur tapað báðum leikjum sínum í deildarkeppninni.
Liðið tapaði fyrir Paris Saint-Germain í fyrstu umferðinni en eina mark leiksins var sjálfsmark argentínska markvarðarins Paulo Gazzaniga.
Í gær fékk Girona lið Feyenoord í heimsókn og bætti liðið þar við tveimur sjálfsmörkum til viðbótar. Yangel Herrera og Ladislev Krejci settu boltann í eigið net.
Girona hefur nú jafnað sjálfsmarkametið í keppninni en Fenerbahce setti metið tímabilið 2007-2008.
Þar að auki er Girona fyrsta liðið til að skora sjálfsmark í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni.
3 - After just two games, Girona have already equalled the record for most own goals conceded in a single @ChampionsLeague campaign (3, same as Fenerbahçe in 2007-08). Calamity.
— OptaJoe (@OptaJoe) October 2, 2024
Athugasemdir