Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 07. ágúst 2018 21:44
Egill Sigfússon
Oliver: Örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og eru komnir í fyrsta sæti deildarinnar. Oliver Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks sagði að þetta hefðu verið gríðarlega mikilvæg þrjú stig þótt leikurinn hefði verið hundleiðinlegur fyrir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KR

„Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var mikil barátta og þeir aðeins með yfirhöndina en við náum að setja þetta mark og það er það sem skiptir máli í fótbolta. Þetta var örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á."

Alexander Helgi Sigurðarson kom inná í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið aftur frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni og skoraði sigurmarkið. Oliver segir frábært að fá svona góðan leikmann aftur.

„Frábært, við misstum Kolla út núna og ég var aðeins tæpur fyrir leikinn þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Blika að fá hann tilbaka. Hann er frábær leikmaður og ef ekki væri fyrir hann værum við kannski bara með eitt stig í kvöld."

Breiðablik eru núna á toppi Pepsí-deildarinnar og í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og Oliver sagði það ekkert laumungarmál að þeir vilji vinna titla.

„Það er góð spurning, við förum í alla leiki til að vinna, gamla góða klisjan. Okkur langar að gera hluti og það er ekkert að því að vilja það, við erum í tveim keppnum og langar í titil svo jú við ætlum að keyra á þetta!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner