„Við erum brosandi. Það eru allir Blikar brosandi í dag," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 KA
Þetta er fyrsti deildarsigur Blika síðan seint í júní. „Það er langt síðan við brostum síðast. Í dag var þetta frábær frammistaða og við erum gríðarlega sáttir. Það sem ég tek út úr þessu er að við förum að brosa aftur."
Alfons Sampsted er mættur aftur til Blika á láni. Hann lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni síðan 2016 í kvöld.
„Alfons var frábær. Hann gerði gríðarlega vel, var ógnandi allan tímann. Hann dró vagninn og gerði alla betri í kringum sig. Allt liðið, þetta var góður dagur fyrir okkur. Allir áttu góðan dag, allir Blikar."
Þrátt fyrir vont gengi að undanförnu eru Blikar áfram í öðru sæti deildarinnar og í undanúrslitum í Bikar.
„Það var kærkomið að vinna þennan leik. Við erum að fara inn í skemmtilegt tímabil. Annað sætið er enn okkar og undanúrslit í bikar. Það er nóg um að vera."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir