Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mið 07. ágúst 2019 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Við förum að brosa aftur
Ágúst Gylfason. Hann er farinn að brosa aftur.
Ágúst Gylfason. Hann er farinn að brosa aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum brosandi. Það eru allir Blikar brosandi í dag," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

Þetta er fyrsti deildarsigur Blika síðan seint í júní. „Það er langt síðan við brostum síðast. Í dag var þetta frábær frammistaða og við erum gríðarlega sáttir. Það sem ég tek út úr þessu er að við förum að brosa aftur."

Alfons Sampsted er mættur aftur til Blika á láni. Hann lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni síðan 2016 í kvöld.

„Alfons var frábær. Hann gerði gríðarlega vel, var ógnandi allan tímann. Hann dró vagninn og gerði alla betri í kringum sig. Allt liðið, þetta var góður dagur fyrir okkur. Allir áttu góðan dag, allir Blikar."

Þrátt fyrir vont gengi að undanförnu eru Blikar áfram í öðru sæti deildarinnar og í undanúrslitum í Bikar.

„Það var kærkomið að vinna þennan leik. Við erum að fara inn í skemmtilegt tímabil. Annað sætið er enn okkar og undanúrslit í bikar. Það er nóg um að vera."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner