„Spennan er mikil, það er langt síðan við spiluðum síðast og við erum orðnar mjög spenntar fyrir laugardeginum," segir Ásta Eir Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, um stórleikinn gegn Þór/KA í Pepsi-deildinni á morgun.
Breiðablik er tveimur stigum á undan Þór/KA á toppi deildarinnar fyrir leik liðanna á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á morgun. Þó að jafntefli myndi halda Blikum í bílstjórasætinu þá yrði Ásta ekki sátt með þau úrsilt fyrirfram.
Breiðablik er tveimur stigum á undan Þór/KA á toppi deildarinnar fyrir leik liðanna á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á morgun. Þó að jafntefli myndi halda Blikum í bílstjórasætinu þá yrði Ásta ekki sátt með þau úrsilt fyrirfram.
„Nei. Við förum inn í þennan leik með eitt markmið. Maður spilar aldrei upp á jafntefli," sagði Ásta en hver er lykillinn að því að ná í góð úrslit gegn Þór/KA á morgun?
„Það er að spila þéttan og agaðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns og nýta svo gæðin sem við höfum fram á við til að skora mörk," sagði Ásta en undirbúningur Blika er ekkert öðruvísi fyrir þennan leik en aðra leiki.
„Það er ekkert þannig. Þetta er bara næsti leikur í þessu móti og við mætum í hann eins og alla aðra leiki."
Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á morgun og Ásta reiknar með að Blikar fjölmenni á völlinn.
„Ég er búin að hitta á nokkra vel peppaða Kópavogsbúa og ég trúi ekki öðru en að mætingin verði mjög góð. Þetta verður svakalegur leikur!" sgaði Ásta að lokum.
Sjá einnig:
Jói rýnir í toppslaginn: Spáir sigurmarki undir lokin
Álitsgjafar spá í leik Breiðabliks og Þórs/KA
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir