Sandra María í baráttunni í fyrri leiknum gegn Breiðabliki í sumar. Þór/KA fór með sigur af hólmi þar.
„Það eru allir virkilega spenntir fyrir leiknum á morgun, enda um hreinan úrslitaleik að ræða. Spennustig okkar leikmanna er gott og við tilbúnar í slaginn," sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, við Fótbolta.net í dag en liðið heimsækir Breiðablik á morgun í uppgjöri toppliðanna í Pepsi-deildinni.
„Lykillinn að sigri er að halda í það sem við erum að gera vel, spila agaðan varnarleik og nýta okkur þeirra veikleika til að ná inn mörkum," sagði Sandra um þennan stórleik á morgun.
„Undirbúningurinn fyrir leikinn er hefðbundinn, mikið um taktík og áhersla lögð á að nýta okkar styrkleika til að vinna þennan leik."
Sandra var í íslenska landsliðshópnum gegn Þýskalandi og Tékklandi en kom ekki við sögu þar.
„Ég mæti full af orku í þennan leik og það eru engar afsakanir um þreytu. Nú er kominn dágóður tími frá því að ég spilaði og því er extra mikil tilhlökkkun fyrir leiknum. Ekki síst þegar um svona stórleik er að ræða."
Þór/KA gæti fengið góðan stuðning í stúkunni á morgun þrátt fyrir að um útileik sé að ræða. „Það verður boðið uppá sætaferðir frá Akureyri og því má búast við að hluti af okkar stuðningsmönnum mæti og styðji við bakið á okkur," sagði Sandra að lokum.
Sjá einnig:
Jói rýnir í toppslaginn: Spáir sigurmarki undir lokin
Álitsgjafar spá í leik Breiðabliks og Þórs/KA
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir