Skoska liðið Aberdeen vann 2-1 sigur á Livingston í skosku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann eftir að hafa lent undir í leiknum.
Aberdeen, sem mætir Breiðablik í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag, lent undir á 35. mínútu leiksins og stóðu leikar því 1-0 í hálfleik.
Í þeim síðari tók Aberdeen við sér. Teddy Jenks skoraði á 47. mínútu og þá kom sigurmarkið í uppbótartíma síðari hálfleiks frá Jack MacKenzie.
Aberdeen var töluvert meira með boltann í leiknum eða um 63 prósent.
Liðið mætir Blikum í síðari leik liðanna í Skotlandi á fimmtudag en fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Aberdeen.
Athugasemdir