Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 08. febrúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner um Guehi: Það voru engar viðræður
Marc Guehi, miðvörður Crystal Palace, hefur lengi verið mjög eftirsóttur. Tottenham reyndi að fá hann undir lok félagaskiptagluggans í síðasta mánuði en það gekk ekki upp.

Sagt er að tilboð Tottenham hafi hljóðað upp á 70 milljónir punda. Þá reyndi Newcastle að fá hann í síðasta glugga án árangurs.

„Það var ljóst að við gátum ekki selt leikmann á lokadeginum því við gátum ekki fundið mann í staðinn á nokkum klukkutímum, það er bara ómögulegt," sagði Glasner.

„Hrós á formanninn, þetta voru engar viðræður. Hann útskýrði fyrir þeim fljótlega að það væri ekki séns út af okkar stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner