Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Lucas setti tóninn í endurkomu - Frábær innkoma hjá Ísaki
Júlíus spilaði sinn fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson er kominn á fullt með Rosenborg en hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi í Atlantic Cup gegn Gautaborg á dögunum.

Hann byrjaði á bekknum þegar liðið mætti Bröndby í kvöld en kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Þá var staðan 2-0 fyrir Bröndby, liðið bætti við þriðja markinu stuttu eftir innkomu Ísaks en þá var komið að honum.

Hann minnkaði muninn og lagði upp annað mark liðsins á lokamínútunni en nær komust þeir ekki.

Júlíus Magnússon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg í dag þegar liðið vann Sandefjord 2-1 í æfingaleik, Júlíus gekk til liðs við félagið frá Fredrikstad í janúar en hann lék 70 mínútur í dag. Eggert Aron Guðmundsson lék síðasta stundafjórðunginn og Stefán Ingi Sigurðarson spilaði 72 mínútur hjá Sandefjord.

Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á þegar rúmlega hálftími var til loka þegar Gent heimsóttii Mechelen í belgísku deildinni. Andri minnkaði muninn í 3-2 með marki undir lok leiksins, Gent náði að skora jöfnunarmark í uppbótatíma. Liðið er í 6. sæti með 37 stig eftir 25 umferðir.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á undir lokin þegar Preussen Munster tapaði 2-1 gegn HSV í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 15. sæti með 20 stig eftir 21 umferð, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Birkir Bjarnason spilaði síðustu tuttugu mínúturnar þegar Brescia gerði markalaust jafntefli gegn Salernitana í næst efstu deild á Ítalíu. Brescia er í 11. sæti með 29 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner