Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA kaupir Bjarka Fannar (Staðfest) - Kemur eftir tímabilið
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
KA hefur krækt í Bjarka Fannar Helgason frá Hetti/Hugin og skrifar Bjarki undir samning við KA út árið 2028.

Í tilkynningu H/H er sagt frá því að hann muni spila með liðinu í sumar áður en hann fer endanlega til Akureyrar. Það er sterk tenging milli félaganna því KA-maðurinn Ívar Arnbro Þórhallsson var á láni hjá H/H síðasta sumar og Árni Veigar Árnason er dæmi um annan leikmann sem uppalinn er hjá Hetti og er samningsbundinn KA.

Bjarki Fannar er miðjumaður sem fæddur er árið 2005. Hann lék 21 deildarleik með H/H síðasta sumar og skoraði fimm mörk í 2. deild. Hann er uppalinn hjá Hetti en var árið 2021 í yngri flokkum Fjölnis.

Tilkynning Hattar/Hugins
Bjarki Fannar seldur til KA.

Höttur Rekstrarfélag og KA hafa náð samkomulagi um að Bjarki Fannar muni verða framtíðar leikmaður KA en Bjarki skrifaði í vikunni undir þriggja ára samning við KA.

Bjarki sem kemur upp í gegnum yngri flokka starfið fékk eldskírn í meistaraflokki með Spyrni en hefur svo tvö síðustu sumur leikið með HH.

Það er fagnaðarefni að félagið sé að selja leikmann til félags í efstu deild og sömuleiðis að sjá leikmann taka skrefið úr Spyrni í HH og svo enn lengra.

Bjarki hefur lagt mikið á sig innan og utan vallar, æft vel og er alltaf jákvæður og uppsker nú eins og hann hefur sáð.

Við erum þó ekki alveg búnir að kveðja Bjarka því í kaupsamkomulagi félaganna er gert ráð fyrir að Bjarki taki sumarið hér áður en hann heldur endanlega norður.

KA og HH hafa átt í góðu samstarfi og sér ekki fyrir endann á því.

Við óskum Bjarka til hamingju og sömuleiðis KA sem voru að ná sér í góðan leikmann og enn betri persónu.

Athugasemdir
banner
banner