Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 08. febrúar 2025 16:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Birmingham og Newcastle: Willum og Alfons á bekknum
Íslendingalið Birmingham tekur á móti Newcastle í enska bikarnum í kvöld.

Willum Þór Willumsson hefur verið á meiðslalistanum hjá Birmingham undanfarinn mánuð en hann er á bekknum í kvöld ásamt Alfons Sampsted.

Callum Wilson er einnig að jafna sig að meiðslum en hann kom við sögu í leik Newcastle gegn Arsenal á dögunum, hann er í byrjunarliðinu í dag. danski framherjinn William Osula fær einnig tækifæri í byrjunarliðinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner