Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fim 06. febrúar 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Accrington olli Liverpool meiri vandræðum en Tottenham"
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, var alls ekki hrifinn af leik Tottenham gegn Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld.

Liverpool vann öruggan 4-0 sigur á Anfield í kvöld eftir 1-0 tap í Lundúnum fyrri leik liðanna. Liverpool var með öll völd á vellinum í kvöld en Tottenham lét ekkert reyna á Caoimhin Kelleher í marki Liverpool.

„Ég er ekki bara að segja þetta til að búa til fyrirsagnir en ég hugsa um bikarleikinn hjá Liverpool á Anfield fyrir nokkrum vikum. Accrington Stanley sýndi meiri mótspyrnu en Tottenham og olli Liverpool meiri vandræðum í þeim leik," sagði Carragher.

Liverpool vann Accrington, sem leikur í D-deildinni, í enska bikarnum í síðasta mánuði.

„Þú ert að spila gegn besta liði í Evrópu, enginn býst við því að þú komist áfram en þetta er bara hvernig þeir töpuðu. Þessir þrír á miðjunni eru stórir, sterkir og kraftmiklir menn sem geta hlaupið. Ég fer strax í Curtis Jones ef ég er að spila undanúrslitaleik."

„Við sáum þetta frá Newcastle. Þeir voru tilbúnir, Tottenham gerði Liverpool ekki erfitt fyrir. Þetta er einn auðveldasti leikurinn þeirra á tímabilinu til þessa."
Athugasemdir
banner
banner