Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saka með Arsenal í Dúbaí
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Bukayo Saka er með Arsenal í æfingaferð í Dúbaí. Hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en það styttist í endurkomu hans.

Leikmenn Arsenal eru farnir til Dúbaí þar sem þeir munu æfa næstu daga við góðar aðstæður.

Arsenal er úr leik í FA-bikarnum og liðið fær því frí um helgina. Ákvað liðið því að nýta tækifærið og skella sér í æfingabúðir í sólinni.

Saka hefur misst af síðustu vikum vegna meiðsla en hann er með hópnum í Dúbaí. Það sama á við um Ben White sem hefur einnig verið að glíma við meiðsli.

Það er vonandi fyrir stuðningsmenn Arsenal að Saka snúi aftur sem fyrst en liðið hefur saknað hans mikið.
Athugasemdir
banner
banner