Roberto Firmino, leikmaður Al-Ahli, er ekki lengur skráður í leikmannahóp liðsins í sádí arabísku deildinni og getur því aðeins tekið þátt í Meistaradeildinni.
Félagið má aðeins vera með tíu erlenda leikmenn í hópnum og hefur Firmino misst sætið sitt eftir að Al-Ahli nældi í hinn 27 ára gamla Galeno frá Porto á dögunum og hann hefur tekið sæti Firmino í hópnum.
Firmino gekk til liðs við Al-Ahli frá Liverpool sumarið 2023. Hann hefur leikið 59 leiki og skorað 18 mörk fyrir félagið.
Samningurinn hans rennur út eftir eitt og hálft ár.
Athugasemdir