Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 09. október 2022 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson með kynþáttaníð í garð Gabriel?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Talsmaður enska knattspyrnusambandsins tjáði sig eftir 3-2 sigur Arsenal gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði að atvik úr leiknum væri til skoðunar.


„Við vitum af atviki sem átti sér stað í leik Arsenal og Liverpool. Við erum í samræðum við dómarateymið og erum með málið til skoðunar," sagði talsmaðurinn.

Enskir fjölmiðlar átta sig ekki á um hvað málið snýst en ljóst er að það hefur eitthvað að gera með atvik í seinni hálfleik. Michael Oliver dómari lét stöðva leikinn til að hlaupa út að hliðarlínu og ræða málin við knattspyrnustjórana Jürgen Klopp og Mikel Arteta.

Stoppið var ansi langt þar sem bæði Klopp og Arteta virtust hissa á orðum Oliver en eftir atvikið var leiknum haldið áfram án vandræða.

Glöggir fótboltaáhugamenn telja að málið snúist um kynþáttaníð. Jordan Henderson og Gabriel Magalhaes voru að ræða málin og sagði fyrirliði Liverpool eitthvað sem virtist móðga Gabriel.

Nýjustu sögusagnir herma að Gabriel hafi verið að koma liðsfélaga sínum Thomas Partey til varnar eftir að Henderson kallaði hann nauðgara.


Athugasemdir
banner
banner
banner