Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 10. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stærsti hlutinn af næsta landsliðshópi verður úr Bestu deildinni
Fá einhver svör eftir helgi
Það verða væntanlega einhverjir Blikar í komandi landsliðshópi
Það verða væntanlega einhverjir Blikar í komandi landsliðshópi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er svolítið óljóst og þess vegna er hópurinn sem við erum með núna á teikniborðinu aðeins stærri'
'Þetta er svolítið óljóst og þess vegna er hópurinn sem við erum með núna á teikniborðinu aðeins stærri'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Sádí-Arabíu ytra í vináttulandsleik þann 6. nóvember næstkomandi. Sá leikur er utan landsleikjaglugga og verða margir leikmenn úr Bestu deild karla því í hópnum.

Möguleiki er á því að annar vináttulandsleikur bætist við í því verkefni og hefur Suður-Kórea verið nefnt í því samhengi. Sá leikur yrði spilaður í Suður-Kóreu eftir leikinn í Sádí-Arabíu.

Tíu dögum eftir leikinn í Sádí-Arabíu hefst svo Eystrasaltsbikarinn þar sem Ísland mætir Litháen í undanúrslitunum. Sú keppni er innan landsleikjaglugga. Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson í dag og ræddi við hann um þetta komandi verkefni.

„Það er klárt að við mætum Sádí-Arabíu en svo er ekki alveg víst hvað gerist. Það er fullt af löndum sem eru að undirbúa sig fyrir HM, lönd að leita að leita að leikjum, höfum fengið einhverjar fyrirspurnir og það er allt í vinnslu. Það gæti bæst einn leikur við í það verkefni. Glugginn byrjar svo 13./14. nóvember og þá förum við í venjulegan FIFA glugga."

„Það sem við erum að gera akkúrat núna er að púsla saman hóp fyrir fyrsta lagi Sádí-Arabíu. Stærsti hlutinn af þeim hóp verður úr Bestu deildinni sem mér finnst mjög jákvætt og skemmtilegt. Sádí-Arabía hefur verið að spila mjög vel að undanförnu, er með mjög reyndan þjálfara - Hervé Renard - sem hefur þjálfað margar þjóðir í Afríku. Hann hefur verið að gera mjög góða hluti með þetta lið. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni."

„Mér finnst gaman að geta tekið marga leikmenn úr Bestu deildinni, séð á hvaða getustigi við erum þar og gefa mönnum möguleika á því að sýna sig og sanna."

„Eftir það förum við svo í gluggann og það er áfram sama vinna þar og hefur verið í gangi núna undanfarna mánuði. Við erum að undirbúa, eins og við töluðum um áðan, mjög mikilvægan leik í mars. Við viljum nota nóvembergluggann í að vinna í ákveðnum hlutum og slípa saman liðið. Við fengum inn nokkra eldri og reyndari leikmenn í septemberglugganum og vonandi fáum við einhverja fleiri í nóvemberglugganum til að halda áfram því að þeir kynnist ungu leikmönnunum og öfugt."


Verða einhverjir leikmenn utan Bestu deildarinnar sem komast í fyrra verkefnið?

„Það eru möguleikar en ekkert orðið staðfest, það er kannski það erfiðasta við þetta. Við erum t.d. með leikmenn í Bandaríkjunum og þar er úrslitakeppni að fara í gang. Sumir eru að fara í hana, aðrir ekki. Ef leikmenn detta út þá gætu þeir komið en annars ekki. Sama með t.d. í Noregi um sæti í efstu deild. Þetta er svolítið óljóst og þess vegna er hópurinn sem við erum með núna á teikniborðinu aðeins stærri. Við fáum einhver svör eftir næstu helgi."

„Það er mjög spennandi að sjá þessa leikmenn, sem verða í þeim hópi, í landsliðsverkefni,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner