
Elín Metta Jensen tilkynnti í lok síðasta mánaðar að knattspyrnuskórnir væru komnir á hilluna. Elín er 27 ára gömul og er markahæsti leikmaður síðasta áratugs í íslenskum kvennafótbolta.
Þegar hún tilkynnti að hún væri hætt var dagur liðinn frá því að Valur tók á móti Íslandsmeistaraskildinum á Valsvelli og Elín í landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Portúgal sem fram fór í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir var kölluð í hópinn í stað Elínar. Leikurinn við Portúgal er úrslitaleikur um sæti á HM á næsta ári.
Þegar hún tilkynnti að hún væri hætt var dagur liðinn frá því að Valur tók á móti Íslandsmeistaraskildinum á Valsvelli og Elín í landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Portúgal sem fram fór í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir var kölluð í hópinn í stað Elínar. Leikurinn við Portúgal er úrslitaleikur um sæti á HM á næsta ári.
Lestu um leikinn: Portúgal 4 - 1 Ísland
Rætt var um ákvörðun Elínar, sem er einn besti sóknarmaður í sögu efstu deildar, að hætta á þessum tímapunkt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
„Rétt áður en landsliðið fór út til Portúgal þá ákvað hún að leggja skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Mjög sérstakur tímapunktur finnst mér," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.
„Er þetta ekki einsdæmi að leikmaður dregur sig út úr landsliðshóp eftir að hún er valin vegna þess að leikmaðurinn er hættur í fótbolta?" velti Elvar Geir fyrir sér.
„Ég hef ekki séð þetta gerast áður, líka fyrir svona risastóran leik. Þetta er mjög áhugavert og mjög skrítinn tímapunktur. Þetta er örugglega bara stærsti leikurinn á hennar ferli, heilt yfir. Áhuginn hlýtur að vera alveg farinn fyrst þetta er svona."
„Mögulega átti Jasmín bara að vera í upprunalega hópnum fyrst að áhuginn var ekki til staðar hjá Elínu."
Leikurinn í dag hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Mikilvægi hans er gríðarlegt.
Sjá einnig:
Steini Halldórs um Elínu Mettu: Hún taldi það best fyrir alla að hún myndi stíga út úr þessu strax
Gott að fá Jasmín í hópinn - „Frábær leikmaður og persóna"
Athugasemdir