
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Paços de Ferreira í Portúgal til að styðja stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu.
Lestu um leikinn: Portúgal 4 - 1 Ísland
Liðið spilar í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti á HM gegn Portúgal. Leikurinn er úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.
Guðni tók sér frí úr þéttri dagskrá til þess að koma yfir til Portúgal til þess að styðja stelpurnar ásamt um 200 öðrum Íslendingum. Hann þakkar Icelandair fyrir að hafa staðið að ferð yfir til Portúgal í dag.
Guðni er brattur fyrir leikinn og spáir auðvitað sigri íslenska liðsins. Hann segir samt sem áður að ekki mega vanmeta portúgalska liðið, það sé sterkt og alls ekki auðvelt viðureignar.
„Áfram Ísland," sagði Guðni og bætti við það að Íslendingar mættu vera stoltir af því að eiga lið í fremstu röð.
Guðni sat á meðal stuðningsfólks frá Íslandi er Fótbolti.net spjallaði stuttlega við hann á torgi í Paços de Ferreira.
Hann ætlar að syngja sig hásann í stúkunni í kvöld. Guðni hefur talað við mikið af afreksíþróttafólki í gegnum tíðina sem hefur rætt við hnn um það hve mikilvægur góður stuðningur er. Forsetinn ætlar að leggja sitt af mörkum í kvöld.
Athugasemdir