Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Stoltar mæður sem vona að draumurinn muni rætast á eftir
Icelandair
Sóley Reynisdóttir, móðir Söndru Sigurðardóttur.
Sóley Reynisdóttir, móðir Söndru Sigurðardóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur verið líf og fjör á stóra torginu í Paços de Ferreira í úthverfi Porto í Portúgal í allan dag.

Stelpurnar okkar spila í kvöld hreinan úrslitaleik geg Portúgal um sæti á HM gegn Portúgal. Leikurinn er úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.

Icelandair stóð fyrir dagsferð á leikinn og var uppselt í flugvélina til Porto. Því verða um 200 Íslendingar á leiknum í kvöld.

Undirritaður náði tali af tveimur stoltum mæðrum sem gerðu sér ferð til Portúgal til að sjá stelpurnar sínar í kvöld.

Sóley Reynisdóttir, móðir markvarðarins Söndru Sigurðardóttir, vonar að draumurinn rætist hjá stelpunum í kvöld. Hún spáir 2-1 sigri Íslands, en hún segist afskaplega stolt af dóttur sinni sem hefur verið mögnuð fyrir íslenska landsliðið síðustu ár.

Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir miðjumannsins Dagnýjar Brynjarsdóttur, er einnig mætt til Portúgal til að fylgjast með leiknum í kvöld. Hún er bjartsýn og spáir 1-3 sigri Íslands. Hún er afskaplega stolt af sinni stelpu og getur ekki beðið eftir leiknum. Hún spáir því að Dagný verði á skotskónum og að Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skori einnig.

Leikurinn gegn Portúgal hefst klukkan 17:00, en stuðningsfólk á vegum Íslands er þegar byrjað að syngja í stúkunni. Það er mikið af stoltum foreldrum í stúkunni, sem og öðrum Íslendingum.

Sjá einnig:
Myndir: Íslenskir stuðningsmenn í Portúgal í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner