Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 12. febrúar 2022 15:53
Brynjar Ingi Erluson
Bendir á veikleika Man Utd - „Þetta er ekkert leyndarmál"
Ralph Hasenhüttl
Ralph Hasenhüttl
Mynd: Getty Images
Hasenhüttl nefnir engin nöfn en Marcus Rashford er einn þeirra sem á erfitt með að sinna varnarskyldum
Hasenhüttl nefnir engin nöfn en Marcus Rashford er einn þeirra sem á erfitt með að sinna varnarskyldum
Mynd: EPA
Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, var kampakátur með stigið sem lið hans fékk gegn Manchester United á Old Trafford í dag og benti á augljósan veikleika hjá lærisveinum Ralf Rangnick.

Southampton skapaði sér nokkur ákjósanleg færi í leiknum og nýtt liðið eitt þeirra í byrjun síðari hálfleiks er Che Adams jafnaði leikinn.

Liðið gerði jafntefli við Manchester City, vann Tottenham 3-2 og náði svo í stig á Old Trafford í dag og síðustu dagar því verið ansi góðir hjá dýrlingunum.

„Við höfum spilað við Man City, Tottenham og Man Utd í síðustu þremur deildarleikjum og ekki tapað einum."

„Fyrri hálfleikur var slakur og við vorum hægir í hugsunum og í löppunum. Það var því mjög áhrifamikið þar sem þeir buðu upp á í þeim síðari."


Hann var spurður út gang leiksins og hvernig hann lagði upp leikinn gegn United og svarið var nokkuð einfalt.

„Það er ekkert leyndarmál að þegar United tapar boltanum þá eru ekki allir leikmenn liðsins jafn góðir í því að setja í bakkgír," sagði Hasenhüttl og skaut þar á varnarleik liðsins.

Hasenhüttl var mjög ánægður með framlag Fraser Forster í markinu en hann varði eins og berserkur.

„Hann var frábær á línunni, gjörsamlega frábær. Það var gott að sjá hann með boltann. Stoðsendingin að markinu kom frá Fraser. Hann er svolítið gamaldagsmarkvörður þvi hann sparkar langt fram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner