Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 12. júlí 2022 15:03
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fór illa með Liverpool í Taílandi
Anthony Martial skoraði þriðja mark United
Anthony Martial skoraði þriðja mark United
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez þreytti frumraun sína
Darwin Nunez þreytti frumraun sína
Mynd: Getty Images
Man Utd 4 - 0 Liverpool
1-0 Jadon Sancho ('12 )
2-0 Fred ('30 )
3-0 Anthony Martial ('33 )
4-0 Facundo Pellistri ('76 )

Erik ten Hag og lærisveinar hans í Manchester United unnu Liverpool örugglega, 4-0, er liðin mættust í æfingaleik í Bangkok í Taílandi í dag.

Hollenski stjórinn stillti upp nokkuð sterku liði gegn hálfgerðu varaliði Liverpool. Roberto Firmino, Luis Díaz, Jordan Henderson og Alisson Becker voru þeir einu sem voru í kringum byrjunarliðið á síðustu leiktíð.

Jadon Sancho skoraði fyrsta mark United á 12. mínútu eftir slaka hreinsun úr teig Liverpool barst boltinn til hans og skoraði hann með góðu skoti í hægra hornið.

Brasilíski miðjumaðurinn Fred skoraði stórbrotið mark á 30. mínútu en hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Liverpool og vippaði honum yfir Alisson Becker í markinu áður en franski framherjinn Anthony Martial bætti við þriðja markinu.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, spilaði þremur mismunandi liðum í leiknum en hann skipti öllu liðinu af velli eftir hálftíma og svo aftur eftir klukkutíma á meðan Ten Hag skipti sínu liði út í hálfleik.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Facundo Pellistri gerði síðan fjórða og síðasta mark United í leiknum um stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Lokatölur 4-0 fyrir United og ágætis byrjun undir nýjum stjóra.

Darwin Nunez og Fabio Carvalho spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Þá kom Tyrell Malacia inn á í hálfleik í lið United.


Athugasemdir
banner
banner
banner