Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 13. ágúst 2018 20:56
Sverrir Örn Einarsson
Viktor: Það er ágætis tölfræði
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í sigri Blika á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Miðvörðurinn ungi átti fínan leik og kórónaði sína frammistöðu með því að skora tvö góð mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Já það var gaman að skora en við fengum á okkur tvö mörk sem var kannski óþarfi en fyrst og fremst bara gaman að taka sigurinn.“

Viktor átti ekki fast sæti í liði Breiðabliks í upphafi móts en kom inní liðið fyrir leik gegn Grindavík um miðjan Júní. Fréttaritari rýndi í tölfræðina og komst að þvi að Blikar hafa ekki tapað leik síðan að Viktor vann sér sæti í liðinu.

„Já það er ágætis tölfræði, maður er bara ánægður með það en það er nú ekki bara ég. Við erum ellefu inná .“

Blikar skelltu sér á toppinn með sigrinum í kvöld og þegar farið er að síga á seinni helming mótsins liggur beint við að spyrja. Ætla Blikar sér einfaldlega ekki titilinn?

„Við settum markmiðið fyrir mót að ætla að taka evrópusætið og fara langt í bikar og við erum bara á góðu róli með það en við erum í efsta sæti núna og ég sé ekki ástæðuna afhverju við ættum eitthvað að reyna að gefa það eftir.“

Sagði Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner