Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 13. ágúst 2018 20:56
Sverrir Örn Einarsson
Viktor: Það er ágætis tölfræði
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í sigri Blika á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Miðvörðurinn ungi átti fínan leik og kórónaði sína frammistöðu með því að skora tvö góð mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Já það var gaman að skora en við fengum á okkur tvö mörk sem var kannski óþarfi en fyrst og fremst bara gaman að taka sigurinn.“

Viktor átti ekki fast sæti í liði Breiðabliks í upphafi móts en kom inní liðið fyrir leik gegn Grindavík um miðjan Júní. Fréttaritari rýndi í tölfræðina og komst að þvi að Blikar hafa ekki tapað leik síðan að Viktor vann sér sæti í liðinu.

„Já það er ágætis tölfræði, maður er bara ánægður með það en það er nú ekki bara ég. Við erum ellefu inná .“

Blikar skelltu sér á toppinn með sigrinum í kvöld og þegar farið er að síga á seinni helming mótsins liggur beint við að spyrja. Ætla Blikar sér einfaldlega ekki titilinn?

„Við settum markmiðið fyrir mót að ætla að taka evrópusætið og fara langt í bikar og við erum bara á góðu róli með það en við erum í efsta sæti núna og ég sé ekki ástæðuna afhverju við ættum eitthvað að reyna að gefa það eftir.“

Sagði Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner