Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 14. febrúar 2024 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Igor Thiago til Brentford (Staðfest) - Tekur við af Toney
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brentford er búið að krækja í brasilískan framherja sem kemur úr röðum Club Brugge næsta sumar.

Kaupverðið er óuppgefið, en Igor Thiago er 22 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 40 leikjum á tímabilinu, auk þess að gefa fjórar stoðsendingar.

Thiago er uppalinn hjá Cruzeiro í heimalandinu en gekk til liðs við Ludogorets í Búlgaríu og raðaði inn mörkunum þar áður en hann var keyptur til Club Brugge rúmlega ári síðar. Hann varð um leið dýrasti leikmaður sögunnar til að vera seldur frá félagsliði í Búlgaríu.

Brentford er talið borga um 30 milljónir punda fyrir Thiago, en Club Brugge heldur auk þess hlutfalli af endursölurétti leikmannsins.

Thiago er keyptur til Brentford sem arftaki fyrir Ivan Toney sem er að öllum líkindum á leið burt frá félaginu næsta sumar.

Hann gerir fimm ára samning við Brentford, sem gildir til sumarsins 2029.


Athugasemdir
banner
banner
banner