Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 14. maí 2023 23:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
„Þeir voru bara að reyna að meiða menn“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings tók stórt til orða í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-0 sigurinn gegn FH. Við mbl.is segir hann FH-inga hafa verið grófa og verið sér til skammar.

Hann var allt annað en sáttur við tæklingu Finns Orra Margeirssonar sem fékk beint rautt. Gísli Gottskálk Þórðarson, ungur leikmaður Víkings, fór meiddur af velli eftir tæklinguna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U19 ára landsliðinu í byrjun júlí," sagði Arnar í sjónvarpsviðtali.

„Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við 'Nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður' í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur."

„Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara 'Fokk jú' og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“

Arnar var ósáttur við að Kjartan Henry Finnbogason hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum og telur að það hafi verið upplegg FH-inga að taka hart á sínum mönnum.

Heimir segir Víking grófasta lið deildarinnar
Aðspurður út í ummæli Arnars sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftirfarandi í viðtali eftir leik:

„Arnar Gunnlaugsson talar oft mikið og Víkingur er grófasta liðið í deildinni. Þeir fara bara betur með það heldur en önnur lið. Ég skil ekkert í honum að vera væla, þeir vældu á bekknum látlaust. Mér fannst við spila góðan fótbolta í seinni hálfleik. Pablo (Punyed) átti aldrei að klára þennan leik. Þannig að, eitt og annað sem féll ekki með okkur. Fannst líka Nikolaj (Hansen) setja hendurnar í marki númer tvö," sagði Heimir.
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Athugasemdir
banner
banner