Ágúst Gylfason var svekktur eftir tapið í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Þrátt fyrir það var hann stoltur af sínu liði en úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Breiðablik
„Það var erfitt að kyngja þessu en við spiluðum góðan fótbolta í 120 mínútur og töpum í vítakeppni, því miður. Svona er fótboltinn og ég óska Stjörnunni til hamingju með bikarinn."
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrstu 80 mínúturnar, létum boltann ganga vel á milli manna. Við sköpuðum ekkert mikið af færum en síðustu 10 mínúturnar fara þeir að komast inní leikinn og dæla boltanum inní hættusvæðið."
„Aðstæðurnar voru frábærar og stuðningsmennirnir frábærir. Það er súrt að tapa þessum bikar en ég er ánægður með leikmennina í dag. Súrt að fá ekki að hampa bikarnum í kvöld."
Blikar geta leyft sér að svekkja sig í kvöld en síðan er það bara áfram gakk.
„Það er leikur á miðvikudaginn. Svekkjandi í kvöld og allt það. Það eru þrír leikir eftir þar, við þurfum að halda áfram og klára mótið þar."
Viðtalið við Gústa má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir