Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 17. apríl 2020 11:45
Elvar Geir Magnússon
Víðir snýr ekki aftur í fullt starf hjá KSÍ
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er einnig starfsmaður KSÍ.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er einnig starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hefur fengið verðskuldað lof fyrir starf sitt sem yfirlögregluþjónn á meðan Ísland berst við kórónaveirufaraldurinn.

Hann er hluti af þríeykinu fræga sem gefur þjóðinni upplýsingar daglega og hefur „Ég hlýði Víði" orðið frægur frasi á þessum fordæmalausu tímum.

Víðir var starfsmaður KSÍ þar sem hann var meðal annars öryggisstjóri hjá landsliðum Íslands.

Ekki er reiknað með því að hann muni snúa aftur í fullt starf hjá knattspyrnusambandinu.

„Við gerum ekki ráð fyrir því að fá Víði aftur sem starfsmann í fullu starfi (amk ekki í bili) en vonandi verður hann í einhverju hlutverki hjá okkur áfram," segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net.

„Víðir hefur tekið þátt í verkefnum fyrir sambandið síðan 1997 og hefur mikla reynslu og sérþekkingu varðandi mikilvæg verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner