Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júní 2022 15:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kári samdi við Hannes á Spáni (Staðfest)
Mynd: Víkingur

Hannes Þór Halldórsson fyrrum landsliðsmarkvörður er genginn til liðs við Íslands og Bikarmeistara Víkings.


Hann mun vera til taks eftir að Ingvar Jónsson meiddist með landsliðinu á dögunum og Uggi Auðunsson markvörður 2. flokks er fótbrotinn og Víkingur fékk því undanþágu til að semja við Hannes.

Kári Árnason og Hannes Þór hittust á Spáni og handsöluðu samkomulagið.

Hannes er með mikla reynslu en hann var landsliðsmarkvörður Íslands á gullaldarárunum og hefur leikið fjöldan allan af leikjum í efstu deild á Íslandi, síðast með Val.

Víkingur á leik gegn Levadia Tallin í Víkinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner