Hannes Þór Halldórsson fyrrum landsliðsmarkvörður er genginn til liðs við Íslands og Bikarmeistara Víkings.
Hann mun vera til taks eftir að Ingvar Jónsson meiddist með landsliðinu á dögunum og Uggi Auðunsson markvörður 2. flokks er fótbrotinn og Víkingur fékk því undanþágu til að semja við Hannes.
Kári Árnason og Hannes Þór hittust á Spáni og handsöluðu samkomulagið.
Hannes er með mikla reynslu en hann var landsliðsmarkvörður Íslands á gullaldarárunum og hefur leikið fjöldan allan af leikjum í efstu deild á Íslandi, síðast með Val.
Víkingur á leik gegn Levadia Tallin í Víkinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.
Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings.
— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022
Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM